Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2015 | 02:00

LET Access: Valdís lauk keppni T-12 – Ólafía T-19 í Noregi

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, tóku þátt Larvik Ladies Open, en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni.

Mótið fór fram í Larvik golfklúbbnum í Larvík, Noregi 11.-13. ágúst 2015 og lauk því í gær.

Valdís Þóra lék á samtals 3 undir pari, 213 höggum (74 68 71) og lauk keppni T-12.

Ólafía Þórunn lék á samtals sléttu pari, 216 höggum (75 69 72) og lauk keppni T-19.

Sænska stúlkan Johanna Gustavsson og hin spænska Natalia Escuriola Martinez voru jafnar á 8 undir pari og varð því að koma til bráðabana milli þeirra, þar sem Gustavsson hafði betur eftir 14 holur!

Fylgjast má með lokastöðunni á Larvik Ladies Open með því að SMELLA HÉR: