Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2015 | 07:00

Hver var Wanamaker?

Lewis Rodman Wanamaker fæddist þann 13. febrúar 1863 og var ríkur verslunareigandi á sínum tíma; átti búðir í Philadelphiu, New York og í París.

Rodman Wanamaker 1927

Rodman Wanamaker 1927 árinu áður en hann dó, 65 ára að aldri

Wanamaker var mikil styrktaraðili lista, menntunnar, golfs og annarra íþrótta – hann kom á fót skólastyrk fyrir indíána og frumbyggja N-Ameríku og var einn af fyrstu fjárfestum í flugvélaiðnaðinum.  ´´

Þann 17. janúar 1916 bauð Wanamaker hópi 35 kylfinga og annarra mikilvægra aðila í golfbransanum þ.á.m. golfgoð-sögninni Walter Hagen í mat á the Taplow Club í New York,

Fundurinn endaði með að Professional Golfers’ Association of America (betur þekkt sem bandaríska PGA) var stofnað.

Á fundinum fannst  Wanamaker þörf á að samtökin nýstofnuðu yrðu að halda árlegt mót og lagði fram $2,500 í verðlauna- sjóð og lagði fram ýmsa bikara.

Boði Wanamaker var tekið og 7 mánuðum síðan fór fyrsta PGA Championship risamótið fram í Siwanoy Country Club í  Bronxville, New York.

Fyrsta PGA Championship mótið fór fram í október 1916 þ.e. fyrir 99 árum og sigurvegari hvers móts lyftir í lokinn upp Wanamaker bikarnum, skírðum í höfuðið á þessum mikla velgjörðarmanni golfíþróttarinnar.