Þórður Rafn
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2015 | 18:00

Pro Golf Tour: Þórður Rafn lauk leik T-22 í Þýskalandi – Kind magnaður!

Þórður Rafn Gissurarson úr GR, endaði í 22. sæti á þýsku ProGolf mótaröðinni, sem lauk í dag.

Íslandsmeistarinn lék hringina þrjá á 8 höggum undir pari (71-66-71) en þetta er 17. mótið hjá Þórði á þessari leiktíð.

Hann var í 26. sæti á stigalistanum á ProGolf mótaröðinni fyrir þetta mót og ætti því að þokast upp styrkleikalistann.

Hollendingurinn Robin Kind lék ótrúlegt golf í þessu móti og stóð uppi sem sigurvegari á -27 samtals.

Hann lék á 68-59-62 en par vallarins er 72 högg.

Þriðji hringurinn er því -13 sem er magnaður árangur. Heildarskor Kind er án efa eitt það allra lægst á atvinnumótaröð á 54 holum en PGA metið er -25 högg á 54 holum.