Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2015 | 20:00

LET: Burkey sigraði á Tipsport

Það var enski kylfingurinn Hannah Burke sem sigraði á fyrsta atvinnumannsmóti sínu, Tipsport Golf Masters,  í Golf Park Plzen, í Tékklandi.

Hún lék á samtals 13 undir pari, 200 högg (68 68 64).

Í 2. sæti varð danska stúlkan Nicole Broch Larsen á samtals 11 undir pari.

Þriðja sætinu deildu síðan sænska stúlkan Lina Boqvist og Becky Morgan frá Wales, á samtals 10 undir pari, hvor.

Til þess að sjá lokastöðuna á Tipsport Golf Masters SMELLIÐ HÉR: