Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2015 | 02:00

Rory með á PGA Championship

Rory McIlroy, nr. 1 á heimslistanum, tilkynnti í gær að hann myndir snúa aftur til keppni í golfinu á síðasta risamóti ársins; PGA Championship.

Hann mun verða í ráshóp með Jordan Spieth, sigurvegara á Masters og Opna bandaríska og Zach Johnson, sigurvegara Opna breska.

Rory missti af Opna breska vegna þess að hann var í fótbolta með vinum sínum og sneri sig um ökklann.

Spurningin er hvort Rory sé ekki að snúa aftur til keppni of fljótt?

Hvað sem öðru líður þá póstaði hann mynd úr flugvélinni sem hann var í á leið til Bandaríkjanna, þar sem PGA Championship fer fram:

1-aflug