Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2015 | 01:00

LET Access: Ólafía varð T-19

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR hafnaði í 19. sæti á Norrporten Ladies Open í Sundsvall, Svíþjóð, en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni.

Ólafía Þórunn lék á samtals 8 yfir pari, 221 höggi (71 72 78).

Í efsta sæti varð Olivia Cowan frá Þýskalandi á samtals 4 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Norrporten Ladies Open SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Ólafíu Þórunnar er Larvik Ladies Open í Noregi 11.-13. ágúst 2015.