Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2015 | 20:00

Haraldur Franklín T-23; Guðmundur Ágúst T-29 e. 3. dag

Haraldur Franklín Magnús GR og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR komust einir Íslendinga í gegnum niðurskurð á Evrópumeistaramóti áhugamanna.

Mótið stendur dagana 5.-8. ágúst 2015.

Eftir 3 keppnisdaga er Haraldur T-23 á samtals 11 undir pari (64 70 71) og Guðmundur T-29 á samtals 10 undir pari (67 65 74).

Efstur eftir 3. keppnisdaga er Írinn Gary Hurley á samtals 18 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Evrópumeistaramóti áhugamanna SMELLIÐ HÉR: