Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2015 | 12:00

Adidas íhugar sölu á golfvöruhluta sínum

Adidas hefir ráðið fjárfestingarbanka til þess að kanna möguleika á sölu golfvörudeilda sinna þ.e. dótturfyrirtækja sem eiga í erfiðleikum s.s.  Ashworth og TaylorMade, sem m.a. eru styrktaraðilar Justin Rose.

Auk þess er dótturfyrirtæki Adidas,  Salomon í vanda.

Adidas sagði að það hefði orðið vart við sölufall í golfvörum eins og járnum og tréjárnum.

Þrátt fyrir minni sölu er fyrirtækið í gróða vegna vörulína sinna í Reebok og Adidas, en þar fór salan upp um 5% fyrstu 6 mánuði ársins.

Salan er metin á €3,9 billjónir og söluhagnaður € 225 milljónir fyrir fyrsta hálfa árið. Fyrirtækið er því langt frá því í vanda statt.