Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2015 | 10:00

GKB: Pálmi fékk brons á ÓL

Pálmi Þór Pálmason, félagi í GKB, vann til bronsverðlauna á Ólympíumóti fatlaðra, Special Olympics, sem fram fóru í Los Angeles í Bandaríkjunum 26. júlí til 2. ágúst. Pálmi lék fjóra hringi í mótinu, 82-75-71-76, og lækkaði forgjöf sína úr 12,0 í 8,8. Hann var á sjötta besta skori allra 200 keppenda á leikunum, sem er frábær árangur!!!

Pálmi, sem hefur verið starfsmaður á Kiðjabergsvelli í sumar, hóf keppni í 3. styrkleikaflokki, en eftir gott spil á þriðja hring ,sem hann spilaði á 71 höggi, var hann færður upp um einn styrkleikaflokk.

Golf1 óskar Pálma innilega til hamingju með árangurinn í þessu fyrsta stórmóti sem hann tekur þátt í erlendis.

Þess má geta að hann hefur fengið boð um að taka þátt í móti í Baku í Azerbaijan á næsta ári.