Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2015 | 02:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur T-38 e. 1. dag á Írlandi

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hóf í gær leik á Northern Ireland Open in Association with Sphere Global and Ulster Bank mótinu á Norður-Írlandi.

Leikið er á Galgorm kastalavellinum – sjá má heimasíðu vallarins með því að SMELLA HÉR:

Birgir Leifur lék á 2 undir pari, 69 höggum og er T-38 e. 1. dag.

Fimm kylfingar deila efsta sæti þ.á.m. Bandaríkjamaðurinn John Hahn en allir hafa toppmennirnir leikið á 6 undir pari, 65 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á Northern Ireland Open SMELLIÐ HÉR: