Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er uppáhaldskylfingur Andra Steins. Mynd: LET Access
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2015 | 03:00

LET Access: Ólafía T-4 í Svíþjóð

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, hóf í gær leik á Norrporten Ladies Open.

Mótið fer fram í Sundsvalla GK í Svíþjóð dagana 5.-7. ágúst 2015.

Ólafía Þórunn er T-4 eftir 1. hring en hún lék á samtals pari, 71 höggi.

Tvær finnskar stúlkur Nykånen og Bakker deila 1. sætinu.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag Norrporten Ladies Open með því að SMELLA HÉR: