Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2015 | 12:00

Hver er kylfingurinn: Troy Merritt?

Troy Merritt sigraði í gær, 2. ágúst 2015  á Quicken Loans National mótinu sem fram fór í Rober Trent Jones GC í Gainesville, í Prince Willams County í Virginíu-ríki í Bandaríkjunum.

Hann átti 3 högg á þann sem næstur kom, þ.e. Rickie Fowler; lék á hreint frábæru skori samtals 18 undir pari.

Hér má sjá viðtal við Merritt eftir sigurinn og eins og sjá má er hann mjög viðkunnanlegur SMELLIÐ HÉR: 

Merritt sagðist m.a. í viðtalinu aldrei gefast upp og gefa sig 100% í hvert högg sama hvar á skortöflunni hann sé.

Segja má að sigurinn hafi verið verðskuldaður því Merritt var í dúndurstuði á 3. degi þegar hann átti hring upp á 10 undir pari, 61 högg – mótsmet!  Á hringnum fékk Merritt 11 fugla og 1 skolla.

Troy Merritt

En hver er þessi mikli fuglamaður?

Troy Meritt fæddist 25. október 1985, í Osage, Iowa og verður því 30 ára á þessu ári.

Á háskólaárum sínum var Merritt í tveimur háskólum Winona State University og Boise State University.

Þegar Merritt var í Boise State háskólanum í bandaríska háskólagolfinu sigraði hann á 21 móti í einstaklingskeppni, sem er met.

Merritt gerðist atvinnumaður 2008. Fyrsti sigur Merrit á Nationwide Tour (undanfara Web.com Tour) kom 6. september 2009 þegar hann vann sér inn $117,000 á Mexico Open, þar sem hann hafði betur gegn Ástralanum Adam Bland með 20 feta (7 metra) fuglapútti á 1. holu í bráðabana.

Þann 7. desember 2009 varð Merritt aðeins 3. kylfingurinn í sögu Q-school PGA Tour til að taka 1. sætið eftir að hafa verið í forystu á hverjum hring  Þrátt fyrir tvöfaldan skolla á lokaholunni (108. holunni) í þessu þáverandi 6 hringja móti vann hann og átti 1 högg á gamla brýnið Jeff Maggert með skor upp á 22 undir pari.  Árið 2010 var Merritt í 125. sæti á PGA Tour og rétt hélt kortinu sínu.

Árið 2010 vann Troy Merritt líka fyrsta 1 milljón dala tékkann sinn í Kodak Challenge – Sjá góða grein þar um með því að SMELLA HÉR: 

Þann 17. apríl 2015 jafnaði Merritt vallarmetið á Heritage mótinu á Hilton Head Island, en hann lék völlinn þá á 10 undir pari, 61 höggi og jafnaði mótsmet David Frost sem sá setti 1994. Merrit var á 61 höggi eftir að Jordan Spieth, Masters sigurvegarinn jafnaði sig eftir herfilegan hring upp á 74 og spilaði á 62 höggum …. en þó 1 höggi síður en Merritt.  Merritt lauk mótinu í 3. sæti á eftir Jim Furyk og Kevin Kisner, og vann sér inn $401,200.

Kappinn er sem sagt búinn að eiga fautagott ár!!!

Merritt vann síðan fyrsta sigur sinn á PGA Tour í gær eins og segir 2. ágúst 2015 á Quicken Loans National. Í 2. skipti á árinu setti Merritt vallarmet, nú á Robert Trent Jones Golf Club, aftur með hring upp á 61 högg og vann á skori upp á 18 undir pari, 266 höggum.

Merritt býr sem stendur í Arizona með konu sinni Courtney og börnum þeirra.  Hann segist fyrst og fremst vera fjölskyldumaður.

Eiginkona Troy Merritt fagnar honum eftir sigur í Kodak Challenge en þar vann hann fyrsta $1 milljón dala tékkann sinn - hann bætti um betur í gær 2. ágúst 2015!!!

Eiginkona Troy Merritt fagnar honum eftir sigur í Kodak Challenge en þar vann hann fyrsta $1 milljón dala tékkann sinn – hann bætti um betur í gær 2. ágúst 2015!!!