Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 1. 2015 | 09:00

Aron bestur Íslendinganna í Austurríki

Aron Snær Júlíusson, GKG stendur sig best af Íslendingunum sem þátt taka í 2015 Inter. Amateur Meisterschaft Herren mótinu í Schönborn, Austurríki.

Aron Snær er búinn að spila á samtals 5 yfir pari, 151 höggi (78 73) og er T-26 eftir 2. dag.

Ragnar Már Garðarsson og Emil Þór Ragnarsson eru T-41; báðir búnir að spila á 8 yfir pari.

Efstur í mótinu er Riccardo Cellerino frá Ítalíu á samtals 3 undir pari (69 74).

Til þess að sjá stöðuna í mótinu í Austurríki SMELLIÐ HÉR: