Suzann Pettersen efst í hálfleik á Opna breska – Wie dró sig úr mótinu
Það er norska frænka okkar Suzann Pettersen sem er efst í hálfleik á Opna breska kvenrisamótinu, sem fram fer í Turnberry í Skotlandi.
Pettersen er búin að spila 7 undir pari, 137 höggum (68 69).
Í 2. sæti eru jafnar þær Teresa Lu frá Tapei, Jin Young Ko og So Yeon Ryu frá S-Kóreu og Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi, en þær hafa allar spilað á 5 undir pari 139 höggum.
Skorið var niður við skor upp á samtals 5 yfir pari – þær sem voru á samtals 6 yfir pari komust ekki í gegnum niðurskurð.
Þeirra á meðal voru Morgan Pressel, Paula Creamer, Natalie Gulbis, frægðarhallar golfdrottningin Laura Davies, Jessica Korda, Juli Inkster , fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum Ai Miyazato, Beatriz Recari og Solheim Cup kylfingarnir Carlota Ciganda og Karine Icher.
Michelle Wie dró sig úr mótinu á 2. hring eftir að hafa verið á 4 yfir pari, 76 höggum á 1. hring. Hún datt þegar hún gekk niður af 13. teig og ákvað að draga sig úr mótinu. Um fall sitt sagði Michelle:
„Ég var bara að ganga með hendur í vösum og datt algerlega og fóturinn fór fram á við. Hann er svolítið bólginn í augnablikinu.“
„Það kom að þeim punkti að ég gat ekki sett neinn þunga á vinstri fót minn. Ég verð bara að fara heim og fara yfir stöðuna og sjá hvað ég þarf að gera.“
Hún var komin á samtals 10 yfir par, eftir 13 spilaðar holur á 2. hring
Um slakkt skor sitt sagði Wie:
„Það er ergilegt. Ég var svo óundirbúin. Hef ekkert verið að spila. Ég hef ekkert slegið s.l. 2 vikur. Þannig að koma hingað í erfiðar aðstæður og á erfiðan völl. Þetta er ekki vika þar sem maður getur leyft sér að vera ryðguð.“
Til þess að sjá stöðuna á Opna breska kvenrisamótinu SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024


