Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2015 | 10:00

Bolti í holu

Skemmtigarðurinn opnaði glæsilegan fótboltagolfvöll, þann 26. júní s.l. Fyrsti hringurinn var keppni á milli landsliðsmanna í fótbolta og landsliðsmanna í golfi.

Meðal þeirra sem kepptu voru Birgir Leifur Hafþórsson, Ólafur Björn Loftsson, Eiður Guðjónsson og Alfreð Finnbogason. Eiður tók fyrsta sparkið á vellinum.

Í til­kynn­ingu frá Skemmtig­arðinum seg­ir að fót­bolta­golf sé skemmti­leg afþrey­ing sem henti fyr­ir bæði kyn, all­an ald­ur, hópa sem og ein­stak­linga.

Allt upp í sex manns geta spilað sam­an í hverri braut.

Hver þátt­tak­andi fær einn fót­bolta, still­ir hon­um upp og spark­ar, en sá sigr­ar sem fer braut­ina í fæst­um spörk­um.