Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Helgi Birkir Þórisson og Víðir Jóhannsson – 31. júlí 2015

Afmæliskylfingar dagsins eru Víðir Jóhannsson og  Helgi Birkir Þórisson. Helgi Birkir er fæddur 31. júlí 1975 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Helgi Birkir er í Golfklúbbi Setbergs í Hafnarfirði.

Sjá má viðtal Golf1 við Helga Birki með því að SMELLA HÉR:

Víðir og eiginkona hans, Laila, eru mörgum kylfingum að góðu kunn en þau eru eigendur Golfklúbbsins Þverár að Hellishólum (GÞH) og reka þar ferðaþjónustu. Víðir er fæddur 31. júlí 1055 og á því 60 ára merkisafmæli í dag.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Þorvaldur Í Þorvaldsson 31. júlí 1957 (58 ára);  Peter Albert Charles Senior, 31. júlí 1959 (56 ára); Hss Handverk (49 ára), 31. júlí 1966; Árni Snævarr Guðmundsson, 31. júlí 1967 (48 ára); Kolbrún Rut Olsen, 31. júlí 1996 (19 ára).

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is