Emil Þór Ragnarsson, klúbbmeistari GKG 2014. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2015 | 11:05

GKG: 3 keppa í Austurríki

Þrír kylfingar úr GKG keppa á 2015 Inter. Amateur Meisterschaft Herren mótinu í Schönborn golfklúbbnum í Austurríki.

Þetta eru þeir: Ragnar Már Garðarsson, Aron Snær Júlíusson og Emil Þór Ragnarsson.

Emil Þór fór fyrstur Íslendinganna út í morgun kl. 6:40 að íslenskum tíma; en síðan Ragnar Már kl. 6:50 og síðan Aron Snær kl. 7:20.

Schönborn er eins og nafnið gefur til kynna afar fagur en jafnframt krefjandi golfvöllur – Um er að ræða skógarvöll í hallarumhverfi.

Komast má inn á heimasíðu Schloß Schönborn klúbbsins  með því að SMELLA HÉR: 

Fylgjast má með íslensku keppendunum úr GKG í Austurríki með því að SMELLA HÉR: