Kaddý Allenby segir hann ljúga um Hawaii-atvikið
Mike Middlemo, fyrrum kaddý Robert Allenby hefir sagt að hann trúi því ekki að Allenby hafi verið sleginn og honum rænt á Hawaii fyrr á árinu.
Allenby, 44 ára, komst í fréttirnar fyrr á árinu þegar myndir af honum skrámuðum og bólgnum fóru eins og eldur í sinu um golffréttaheima.
Allenby hélt því fram að sér hefði verið byrlað ólyfjan, hann hefði verið barinn, honum rænt og síðan öllu stolið af honum eftir að hafa varið kvöldinu í Honolulu í janúar s.l. Hann hélt því hins vegar einnig alltaf fram að hann myndi ekki svo mikið eftir hvað gerðist nákvæmlega. Vitni komu fram og var framburður þeirra ósamhljóða Allenby, en þá gat Allenby alltaf falið sig bakvið minnisleysi sitt.
Margir töldu atvikið sett á svið vegna athyglissýki Allenby og því að honum hefir ekkert gengið vel á golfvellinum.
Fljótlega fóru að heyrast sögur af því að Allenby hefði verið á nektarstað og hann hefði einfaldlega dottið blindfullur í götuna þar á eftir og þjófur stolið af honum veski og farið í innkaupatúr með kreditkort Allenby.
Fyrrum kaddý Allenby, Mick Middlemo staðfestir ofangreint að nokkru, sbr. orð hans:
„Held ég að hann hafi verið sleginn niður og rændur? Nei,“ sagði Middlemo í viðtali við News Corp Australia. „Þetta er sagan sem ég sagði vegna þess að það var sagan sem hann sagði mér að segja vegna þess að ég var ekki á staðnum.“
„Held ég að hann hafi bara dottið og skrámað sig í andlitinu? Í hreinskilni já. Hann datt og síðan stal einhver af honum veskinu og skemmti sér með kreditkortið hans. „
Middlemo atyrti síðan fyrrum vinnuveitanda sinn ennfremur með því að líkja hann við hina umdeildu tennisstjörnu Bernard Tomic og sagði að hann kæmi óorði á alla Ástrala. „Bara með því hvernig hann talar við fólk á golfvellinum er neyðarlegt. Við dómara sem sjálfboðaliða,“ sagði Middlemo.
Viðtalið við Middlemo var tekið aðeins nokkrum dögum eftir að hann var rekinn af Allenby, eftir rifrildi þeirra á RBC Canadian Open á Glen Abbey vellinum í Ontario.
Middlemo sagði að Allenby hefði kallað sig “a fat cunt” (ekki þýtt hér – skilji, þeir sem skilja) og hefði síðan hótað að hann myndi fá ævilangt bann á hann á PGA Tour. Allenby hins vegar staðhæfir að hann hafi rekið Middlemo á miðjum hring eftir að hann hafði í hótunum við hann og „misst sig.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

