Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2015 | 07:15

GKB: Sesselja sigraði í Gullmóti Hansínu Jens

Gullmót Hansínu Jens, sem er opið kvennamót, var haldið í Kiðjabergi laugardaginn 25. júlí í blíðskaparveðri. Keppendur voru almennt mjög ánægðir með mótið, völlinn og fyrirkomulag mótsins. Sesselía Erla Árnadóttir sigraði í punktakeppni og Soffía Ákadóttir hafnaði í öðru sæti.

Þetta var síðasta mótið sem haldið er í nafni Gullsmiðju Hansínu Jens og þakkar GKB henni samstarfið á liðnum árum. GKB hefir samið við nýjan styrktaraðila fyrir komandi ár og verður því jafn veglegt kvennamót að ári og verður það kynnt nánar síðar. Að móti loknu var keppendum boðið upp á hvítvín /rauðvín, Kið- Bergs bjór og gos eða kaffi að eigin vali og var þetta í boði Ölgerðar Egils.

Verðlaun fyrir 5 efstu sætin í punktakeppni:
1. Sesselja Erla Árnadóttir GS 38
2. Soffía Ákadóttir GKG 38
3. Guðrún Símonardóttir GM 34
4. Edda Valsdóttir GKG 33
5. Ragnheiður Karlsdóttir GKB 33

Besta skor í höggleik án forgjafar:
Unnur Sæmundsdóttir GKB 91 högg

Jafnframt voru veitt verðlaun fyrir að vera næst holu á par-3 holum vallarins:
Næstur holu í tveimur höggum á 18. braut: 8.65 m – Stella Hafsteinsdóttir.
Lengsta teighögg á 11. braut: Ragnheiður Karlsdóttir.
Næst holu á 3.-braut: Ásta Grímsdóttir 2.02 m.

Svo virðst sem miðar fyrir að vera næstur holu á öðrum brautum hafi verið teknir og höfð GKB-ingar því ekki upplýsingar um þær sem voru næst holum á 7., 12. og 16. braut. Biðst GKB velvirðingar á því .

Jafnframt var dregið úr skorkortum í mótslok og fengu nokkrar konur góð verðlaun þar.

Eins og áður hefur komið fram voru aðalverðlaun frá Gullsmiðjum Hansínu Jens, en jafnframt voru verðlaun frá Ölgerð Egils, Jónínu Magnúsdóttir ( Nínný) og fleirum. GKB vill koma á framfæri þökkum til allra keppenda og styrktaraðila fyrir góðan dag.