Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2015 | 20:00

Eimskipsmótaröðin 2015 (5): Signý m/ 2 högga forskot f. lokahringinn

Signý Arnórsdóttir GK, er með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn á Íslandsmótinu í golfi í kvennaflokki á Eimskipsmótaröðinni. Signý er á +4 samtals en miklar sviptingar voru á þriðja hringnum.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Sunna Víðisdóttir úr GR eru á +6 en Sunna var með fjögurra högga forskot þegar mótið var hálfnað í gær.

Ég var að slá vel og hefði átt að getað nýtt fleiri fugla færi. Mér líður vel og ég er ósköp róleg yfir þessu öllu saman. Markmiðið er að hafa gaman að þessu. Ég hef aldrei verið í þessari stöðu áður en það breytir engu. Ég mæti með sama skipulag og ætla að halda áfram að hafa gaman, “ sagði Signý Arnórsdóttir.

Staðan eftir 3. hring Íslandsmótsins í höggleik í kvennaflokki er eftirfarandi: 
1. Signý Arnórsdóttir, GK 220 högg (71-76-73) + 4
2.-3. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (74-75-73) +6
2.-3. Sunna Víðisdóttir, GR 220 högg (71-72 -79) +6
4.-5. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 223 högg (76-72-75) +7
4.-5. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 223 högg (73-74-76) +7
6.-7. Tinna Jóhannsdóttir, GK 225 högg (79-76-70) +9
6.-7 Berglind Björnsdóttir, GR 225 högg (76-73-76) +9
8.-9. Ragnhildur Kristinsdóttirr, GR 230 högg (79-77-74) +14
8.-9. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR 230 högg (76-76-78) +14
10.-11. Anna Sólveig Snorradóttir, GK 231 högg (77-79-75) +15
10.-11. Helga Kristín Einarsdóttir, NK 231 högg (77-77-77) +15