Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 25. 2015 | 08:00

Evróputúrinn: Willett efstur í Sviss

Það er Englendingurinn Danny Willett, sem er í efsta sæti í hálfleik á Omega European Masters í Crans-sur-Sierre, í Sviss.

Hann er búinn að spila á 13 undir pari, 127 höggum (65 62).

Aðeins 1 höggi á eftir Willett eru YE Yang frá Suður-Kóreu og Seukhuyn Baek frá Tapei, aðeins 1 höggi á eftir, þ.e. á 12 undir pari, hvor.

Í 4. sæti er síðan Marcus Kinhult frá Svíþjóð á 9 undir pari.

Til þess að sjá hápunkta 2. dags SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Omega European Masters SMELLIÐ HÉR: