Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2015 | 21:00

Áskorendamótaröðin: Birgir Leifur komst ekki gegnum niðurskurð

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tók þátt í Le Vaudreuil Golf Challenge, sem er mót á Áskorendamótaröð Evrópu.

Mótið fer fram í Vaudreuil í Frakklandi.

Birgi  Leif tókst ekki að komast í gegnum niðurskurð, en einungis munaði 1 höggi!

Ekki munaði miklu að Birgi Leif tækist að komast í gegn aðeins 1 höggi og sárt að sjá hann næstan fyrir neðan niðurskurðarlínuna, en hann lék á samtals sléttu pari, 142 höggum (70 72).

Til þess að sjá stöðuna í Vaudreuil Golf Challenge SMELLIÐ HÉR: