Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2015 | 22:00

Steinn Auðunn sigraði í Læknagolfi

Steinn Auðunn Jónsson, læknir sigraði í Læknagolfi, móti sem fram fór á Brautarholtsvelli, miðvikudaginn 22. júlí s.l.

Þátttakendur voru 22 læknar og þar af aðeins 1 kvenkylfingur, Alma Eir Svavarsdóttir.

Keppnisformið voru Stableford punktar.

Úrslit í mótinu voru eftirfarandi: 

1. sæti Steinn Auðunn Jónsson, GÖ, 30 punktar.

2. sæti Þorvaldur Magnússon, GL,  28 punktar.

3. sæti Snorri Einarsson, GKG,  27 punktar.