GK: Framkvæmdir hafnar við endurgerð seinni 9 hola Hvaleyrarvallar
Golfklúbburinn Keilir og Hafnarfjarðarbær skrifuðu undir samning um 1. áfanga í endurgerð Hvaleyrarvallar nú í Meistaramótsvikunni samkvæmt skýrslu Tom Mackenzie frá því 2013.
Kostnaðaráætlun framkvæmdanna hljóðar uppá 49.490.099 krónur, hlutur Hafnarfjarðarbæjar er 39.592.079 og hlutur Keilis 9.898.020 og verður unnin að mestu leyti nú í sumar. Um er að ræða holur 10-11 og 12 í endanlegu skipulagi (eftir áfangana 3) og stendur til að opna þær holur á afmælisárinu 2017. Þær holur sem verða aflagðar við breytinguna eru núverandi holur 13-14 og 16. Þegar fyrsti áfangi verður opnaður mun völlurinn verða leikinn sem hér segir:
10. hola par 3 óbreytt
11. hola par 4 óbreytt
12. hola par 4 óbreytt
13. hola par 4 ný hola sem unnið er í núna (teigur við 1. teig á Sveinskotsvelli)
14. hola par 4 ný hola yfir Hvaleyrarlón
15. holan par 3 ný hola fyrir aftan 15. teig
16. holan par 5 núverandi 15. holan
17. holan par 4 óbreytt
18. holan par 4 óbreytt
Framkvæmdum miðar mjög vel, búið er að setja sand og sá í verðandi 10. brautina. Vegna fokhættu á sandi var brugðið á það ráð að breiða dúk yfir brautina í heild. Unnið er núna í flötinni og umhverfi hennar og stefnt er að að sá í hana á n.k mánudag. Ásamt því að klára flötina verða einnig teigar á næstu holu 11. yfir lónið einnig fullkláraðir.
N.k sunnudag kemur svo Tom Mackenzie arkitekt í heimsókn til að taka út verkið sem unnið hefur verið. Eftir að 10. brautin klárast verður haldið rakleiðist í að gera nýja flöt á 11. brautinni sem liggur með Hvaleyrarlóninu. Verður sú flöt staðsett hægra megin við núverandi 7. flöt á Sveinskotsvelli og verða lágmarks truflanir frá þeim framkvæmdum á Sveinskotsvelli. Spennandi tímar framundan hjá okkur í Keili.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
