Allenby rak kaddýinn sinn á miðjum hring
Ástralski kylfingurinn Robert Allenby virðist ætla að eiga ár að endemum.
Í byrjun árs vakti Allenby athygli á sér eftir að hann var að eiginn sögn fyrir árás, mannráni auk þess sem öllu verðmætu var stolið af honum og hann barinn. Síðar komu í ljós ýmsir hnökrar í frásögn Allenby og hefir í raun aldrei neitt komið út úr málinu annað en að hann var skrámaður í andliti og maður var handtekinn fyrir að nota kreditkort Allenby og taka út af þeim stórar fjárhæðir.
Nú á móti vikunnar á PGA mótaröðinni, RBC Canadian Open, rak hann kaddýinn sinn í miðjum 1. hring.
Það hófst á því að Allenby var að slá aðhögg sitt á par-5 13. holunni í Glen Abbey golfklúbbnum í Oakville, Ontario allt of stutt. Kaddý Allenby, Mick Middlemo stakk upp á að hann notaði 8-járn, sem Allenby notaði þó að hann hefði sjálfur vilja nota 7-járn. Það endaði í þreföldum skolla og þá missti Allenby stjórn á skapi sínu.
„Ég sagði við hann (þ.e. kaddýinn Middlemo): „Veistu þetta kemur fyrir í hverri viku. Þetta hefir gerst s.l. 3, 4 eða 5 mánuði. Við höfum gert slæm mistök og þú ert ekkert að hjálpa mér í þessum kringumstæðum,“ sagði Allenby eftir 1. hring í Kanada, sem hann spilaði á 81 höggi.
„Hann bara tapaði sér gagnvart mér,“ hélt Allenby áfram. „Hann sagði mér bara að fara til fj…“ Og ég (Allenby) sagði: „Sjáðu til þú verður að róa þig. Ég meina slakaðu á. Og þá kom hann alveg í andlit mér eins og hann vildi slá mig og ég sagði við hann: „Hættu að vera svona mikill svona og svona og slakaðu á og komdu þér aftur í leikinn. Hann bara kom nær og nær og ég sagði: „Nú er nóg komið. Þú ert rekinn.“ Ég sagði: „Ég sjá til þess að þú verðir aldrei kaddý aftur.“ Og við töluðumst ekkert við (á fyrstu 9) og þegar við komum á 18 (þeir byrjuðu á 10. teig) og við gengum af velli og ann var með eitthvert skammaryrði við mig og ég sagði: „Þú átt það ekki skilið að vera kaddý. Og hann bara kom ógnandi að mér, hótaði mér, þannig að ég sagði: „Farðu. Og hann fór.“
Allenby tók síðan áhanganda sem var áhorfandi á mótinu, Tom Fraser upp á boði sínu að koma í stað Middlemo. Fraser var kaddý það sem eftir var hringsins með aðstoð annarra kaddýa í ráshópnum.
Allenby spilaði á 81 og varð í síðasta sæti.
„Þetta er það versta sem komið hefir fyrir mig sem leikmann,“ sagði Allenby. „Mér hefir aldrei verið hótað en þegar við gengum af vellinum sagði hann við mig: „Ég bíð eftir þér á bílastæðinu.“
„Hann er Ástrali og hann hegðaði sér ekki eins og Ástrali; segjum það bara,“ sagði Allenby loks.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
