Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2015 | 11:00

Watson: „Það er auðveld leið til fyrir Tiger“

Tom Watson trúir því að Tiger Woods geti snúið aftur til fyrri hæða frægðar sinnar ef hann þróar „sveiflu, sem hann getur treyst.“

Tiger, sem verður 40 ára í desember hefir ekki sigrað á móti síðan í ágúst 2013 og komst í 3. sinn ekki í gegnum Opna breska.

En Watson, 65 ára vísar bara til sinna eigin vandræða, sem hann átti í milli  1988 og 1995 og segir að Tiger geti lært af því.

„Það er auðveld leið tilbaka fyrir Tiger“ sagði Watson í aðdraganda Senior Open Championship í Sunningdale.

„Hann verður að þróa sveiflu sem hann getur treyst það er aðalatriðið.“

„Ég tala af reynslu,“ bætti  Watson við. „Ég var aldrei að spila vel þetta var ströggl.  Ég var bara að keppa við stutta spilið mitt og reyna að ná góðu skori.“

„Þar til ég komst að hinni raunverulegu golfsveiflu minni 44 ára, var leikurinn virkilega erfiður, ég fór í gegnum 9 ár þar sem ég vann aðeins 1 mót eða eitthvað í áttina.“

„Eftir að ég komst til botns í þessu var leikurinn auðveldur.  Tiger verður að finna sveiflu sem virkar fyrir hann og hann treystir. Hún er þarna og það er gerlegt. Mér tókst það!“