Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2015 | 21:30

3 í forystu e. 3. hring Opna breska

Það eru 3 sem leiða eftir 3. dag Opna breska: áhugamaðurinn Paul Dunne, Louis Oosthuizen og Jason Day.

Allir hafa þessir 3 spilað á 12 undir pari, 204 höggum, hver.

Fast á hæla þeirra kemur Jordan Spieth á 11 undir pari – aðeins 1 höggi frá toppnum …. fyrir lokahringinn.

Skyldi Spieth takast þrennan?

Eða gerir Pádraig Harrington sem er í 5. sæti öllum grikk og stendur einn eftir á toppnum á morgun?

Til þess að sjá stöðuna á Opna breska fyrir lokahringinn SMELLIÐ HÉR