Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2015 | 12:00

Áskorendamótaröðin: Birgir Leifur lauk leik í 5. sæti!!!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG er búinn að spila hreint frábært golf á Fred Olsen mótinu á La Gomera á Kanarí-eyjum, en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.

Birgir Leifur lék á samtals 15 undir pari, 259 höggum (68 66 67 68) og eins og sjá má voru allir hringir hans undir 70!!!

Stórglæsilegt!!!

Birgir Leifur lauk leik í 5. sæti, sem hann deildi með 4 öðrum.

Wales-verjinn Rhys Davies sigraði í mótinu á samtals 22 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Fred Olsen mótinu með því að SMELLA HÉR: