Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2015 | 21:00

Pro Golf: Besti árangur Þórðar Rafns!

Þórður Rafn Gissurarson úr GR náði sínum besta árangri á þýsku Pro Golf mótaröðinni í dag.

GR-ingurinn endaði í þriðja sæti á -8 samtals eftir 54 holur.

Hann lék lokahringinn á -1 en hann lék hringina þrjá á (60-66-70).

Þetta var 16. mótið hjá Þórði á þessu tímabili á mótaröðinni sem er í hópi þriðju sterkustu mótaraða Evrópu.

Hann var í 31. sæti á stigalista mótaraðarinnar fyrir mótið en er í 24. sæti þessa stundina.

Þetta er besti árangur Þórðar á þessu tímabili en hann hafði einu sinni náð 8. sæti.

Til þess að sjá lokastöðuna hjá Þórði Rafni SMELLIÐ HÉR: