Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2015 | 22:55

DJ enn efstur þegar 2. hring Opna breska er frestað vegna myrkurs

Leik var frestað á 2. hring Opna breska til morgundagsins, laugardagsins 18. júlí 2015 vegna myrkurs.  Mun þá fyrst 2. hringurinn vera kláraður áður en sá 3. hefst, aðeins á eftir áætlun en rok og rigning hefir sett allt úr skorðum á þessu meistaramóti allra meistaramóta, Opna breska.

Bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson, DJ, er enn efstur eftir 13 spilaðar holur af 2. hring – er á 10 undir pari – en hann á 1 högg á enska kylfinginn Danny Willett (66 69) sem er einn í 2. sæti.

Paul Lawrie (sem búinn er að spila 12 holur) og Jason Day (búinn að spila 11 holur) eru T-3 á 8 undir pari.

Jordan Spieth á sléttu pari, þ.e. á 5 undir pari samtals, eftir 13 holur.

Sjá má stöðuna á Opna breska með því að SMELLA HÉR: