Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2015 | 19:30

LET Access: Ólafía Þórunn og Valdís Þóra báðar í gegnum niðurskurð!

Þær Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, taka báðar þátt í CitizenGuard Letas Trophy,en mótið fer fram í Rinkven golfklúbbnum í, í Gravenwezel, Belgíu.

Báðar komust þær í gegnum niðurskurð í dag.

Ólafía Þórunn hefir leikið á samtals 5 yfir pari, 149 höggum (75 74) og er T-35.

Valdís Þóra hins vegar er á 3 yfir pari, 147 höggum (74 73) og er T-24.  Báðar bættu sig því um 1 högg í dag.

Sú sem leiðir mótið eftir 2. dag er spænski kylfingurinn Natalia Esquriola, en hún hefir spilað á 7 undir pari.

 

Til þess að sjá stöðuna á CitizenGuard Letas Trophy eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: