Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2015 | 18:00

Áskorendamótaröðin: Birgir Leifur á æðislegu skori á 2. degi – 66 höggum!!!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tekur hann þátt í Fred Olsen mótinu, sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu á La Gomera á Kanarí-eyjum.

Hann lék á frábæru skori í dag 5 undir pari, 66 glæsihöggum og er sem stendur T-8 í mótinu, en nokkrir eiga eftir að ljúka leik og gæti sætistala Birgis Leifs því enn breyst.

Á hringnum fékk Birgir Leifur 5 fugla, líkt og í gær nema hann sleppti því að fá skramba, sem hann fékk í gær!!!

Samtals er Birgir Leifur því búinn að spila á 8 undir pari, 134 höggum (68 66).

Til þess að sjá stöðuna á Fred Olsen mótinu SMELLIÐ HÉR: