Íslandsbankamótaröðin 2015: Spennandi Íslandsmót framundan og bein útsending
Það verður mikið um að vera um helgina þegar golftímabilið hjá yngstu afrekskylfingum landsins nær hámarki á Íslandsbankamótaröðinni. Sjálft Íslandsmótið fer fram á Korpúlfsstaðarvelli og samhliða því fer fram tveggja daga mót á Áskorendamótaröðinni á Bakkakotsvelli.
Alls eru 180 kylfingar skráðir til leiks á mótin tvö, en Íslandsmótið verður leikið á Sjónum og Ánni á Korpúlfsstaðarvelli. Keppni hefst á föstudaginn en mótið telur til stiga á heimslista áhugakylfinga.
Í fyrsta sinn í sögu Íslandsmótsins verður sýnt beint frá viðburðinum í sjónvarpsútsendingu. Á vef Sporttv.is verður hvert einasta högg á 6. braut Korpúlfsstaðarvallar sýnt á síðustu tveimur keppnisdögunum, laugardag og sunnudag.
Tvær myndavélar verða notaðar til þess að sýna frá þessari glæsilegu holu og golfsérfræðingur verður á svæðinu til þess að lýsa því sem fyrir augu ber. Sannarlega glæsilegt framtak og áhugaverð tilraun. Hægt er að fylgjast með gangi mála frá 6. holunni á laugardag og sunnudag með því að SMELLA HÉR:
Að mótinu loknu á sunnudag verður sameiginlegt lokahóf hjá keppendum á Íslandsbankamótaröðinni og Áskorendamótaröðinni í golfskálanum í Korpunni. Athöfnin hefst kl. 20.00 þar sem boðið verður upp á léttar veitingar samhliða verðlauna afhendingunni á Íslandsmótinu. Verðlaunafhending fyrir Áskorendamótaröðina í Bakkakoti fer einnig fram í Korpunni og hefst kl. 20.00.
Fjölmiðlastjarnan Auddi Blö mun stýra lokahófinu. Hann mun eflaust fá harða keppni frá lokakaflanum á Opna breska meistaramótinu sem verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu í Korpunni fyrir þá sem það kjósa.
Það verður án efa hörð barátta um titlana sem eru í boði um helgina en keppt verður í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum, 14 ára og yngri, 15–16 ára og 17–18 ára.
Leikið verður af hvítum teigum eða öftustu keppnisteigum í tveimur elstu aldursflokkunum hjá drengjunum en af bláum teigum hjá stúlkunum í tveimur elstu aldursflokkunum. Leikið er af rauðum teigum í yngsta aldursflokknum hjá stúlkunum og af bláum teigum í 14 ára og yngri flokknum hjá drengjunum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
