Dustin Johnson (DJ)
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2015 | 06:30

DJ efstur e. 1. dag Opna breska – 2. hring frestað

Dustin Johnson (DJ) er efstur eftir 1. keppnisdag Opna breska.

Hann lék á glæsilegum 7 undir pari,  65 höggum.

DJ hitti m.a. 75% brauta og var í 89% tilfella inni á flöt í tilskyldum höggafjölda. Meðallengd upphafshögga sleggjunnar DJ var 322 yardar eða u.þ.b. 294 metrar.

Forysta DJ er naum.  Aðeins 1 höggi á eftir er 6 kappar þeir: Zach Johnson, Robert Streb, Danny Willett, gamla brýnið Retief Goosen, Paul Lawrie og Jason Day.

DJ og Spieth

DJ og Spieth

Í öðrum nú 5 manna hópi kylfinga, þar sem m.a. er í Jordan Spieth eru menn 2 höggum á eftir forystumanninum eða á 5 undir pari, 67 höggum. Hinir eru: Jordan Niebrugge, Kevin Na, Charl Schwartzel og Louis Oosthuizen.

Þess mætti geta fyrir þá sem ekki fylgdust með að Jordan Spieth og DJ voru í sama ráshóp.  Hér má sjá paranir fyrir 2. dag á Opna breska SMELLIÐ HÉR:

Öðrum hring hefir nú verið frestað vegna slæms veðurs þ.e. rigningar og roks.

Sjá má stöðuna í heild á Opna breska eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR: