Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2015 | 13:00

Kona Ben Martin komst að því að „Opna“ er ekki „opinn þ.e. laus frítími“!

Eiginkona Ben Martin komst að því að „Opna“ á dagatalinu heima hjá henni þýðir ekki laus, opinn frítími fjölskyldunnar.

Hún rak augun í orðið „Open“ sem maðurinn hennar, PGA Tour kylfingurinn, Ben Martin var búinn að krota á dagatalið og taldi að þetta væri sumarfrí, frítími sem hægt væri að ráðstafa.

Hún fór því að skipuleggja brúðkaup systur sinnar á þeim tíma; pantaði hljómsveit, veisluþjónustuna og prestinn og fyrr en varði var búið að bóka daginn í kirkjunni.

Úpps….

Þegar Ben Martin kom heim til sín leiðrétti hann misskilninginn þá þegar. „Þetta hljómar ekki eins og góð helgi til þess að giftast á.“

En það var of seint – búið að bóka allt og í ofanálag ekki víst að Martin kæmist inn á Opna breska.

En það tókst og nú er hann að keppa í risamótinu en Kelly kona hans er í brúðkaupi systur sinnar.