Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 16. 2015 | 10:00

Mistök af Tiger að taka þátt í Opna breska?

Eru það mistök af Tiger að taka þátt í Opna breska?

Það er ýmsum golffréttariturum erlendum sem finnst það sbr. t.a.m. givemesport.com og má sjá þá grein t.d. með því að SMELLA HÉR: 

Dave Walton skrifar grein þar sem honum finnst það hreinustu afglöp af Tiger að taka þátt.

Vorkennir hann Tiger, sem nú er í 241. sæti heimslistans og finnst hann vera meira kettlingur en tígur.

Hann segir m.a. að það séu fáar íþróttagreinar aðrar en golfið sem veita íþróttamanni í 241. sæti heimslistans jafnmikla athygli og við veitum Tiger.

Aftur á móti er á það að líta að hann var a.m.k. í 20 ár nánast einráður í íþróttinni og nú er hann meiddur og alltaf ákveðin spenna hvort hann kemur tilbaka og nær fyrri hæðum og í risamótum magnast alltaf upp spenna hvort hann nái að saxa á þann fjölda sem vantar upp á að hann nái 18 móta risamótameti Jack Nicklaus.