Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2015 | 07:30

Kvennalandsliðið lauk leik í 19. sæti á EM

Íslenska golfkvennalandsliðið lauk keppni á Evrópumeistaramóti áhugamanna (ens. European Ladies’ Team Championship) á golfvelli Helsingør golfklúbbsins í Danmörku á laugardaginn 11. júlí s.l. en mótið stóð 9.-11. júlí 2015.

Í mótinu tóku þátt lið frá 21 þjóð og var þeim í upphafi móts raðað í 3 flokka (8 í A riðil 8 í B riðil og 5 í C riðil)

Stelpurnar okkar léku í C-riðli.

Í síðustu viðureigninni mættu stelpurnar okkar Slóvakíu en áður voru þær búnar að tapa fyrir Wales 4-1 og sigra Luxembourg glæsilega 4-1.

Stelpurnar okkar sigruðu lið Slóvakíu 3&2 og höfnuðu í 19. sæti í mótinu.

Sjá má úrslitin í heild með því að SMELLA HÉR