Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 12. 2015 | 11:15

PGA: Spieth leiðir á John Deere – á besta skori ferils síns á 3. degi – 61 glæsihöggi!!!

Jordan Spieth leiðir á John Deere Classic mótinu eftir stórglæsilegan 3. hring upp á 61 högg.

Samtals er Spieth búinn að spila á 17 undir pari, 196 höggum (71 64 61).  Því má ekki gleyma að ekkert leit of vel út í byrjun fyrir Spieth sem var í 101. sæti eftir 1. dag og hefir því unnið sig upp um 100 sæti í það 1. sem hann er í fyrir lokahringinn, sem leikinn verður í kvöld.

Skorið á 3. hring í gær upp á 10 undir pari, 61 högg er besta skor á ferli Spieth til þessa.

Sigurvegari síðustu viku Danny Lee frá Nýja-Sjálandi, er í 2. sæti,  átti ekki síður flott skor upp á 62 högg á 3. hring og er í góðri stöðu að verða fyrsti leikmaðurinn frá David Duvall (1995) til að vinna fyrstu tvö mótin sín á PGA með viku millibili.

Samtals er Lee búinn að spila á 15 undir pari, 198 höggum (68 68 62).  Sjá má kynningu Golf 1 á Danny Lee með því að SMELLA HÉR 1:      SMELLA HÉR 2:    SMELLA HÉR 3:     SMELLA HÉR 4: 

Það stefnir í spennandi einvígi milli Spieth og Lee í kvöld sem þeir Shawn Stefani, Johnson Wagner og Justin Thomas, sem eru allir í 3. sæti á samtals 14 undir pari, hver, gætu hæglega blandað sér í .

Fylgjast má með stöðunni á John Deere Classic með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta í leik Jordan Spieth á 3. degi á John Deere Classic með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má það sem Jordan Spieth hafði að segja eftir frábæran 3. hring sinn á John Deere með því að SMELLA HÉR: