Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2015 | 23:30

Karlalandsliðið tapaði fyrir Noregi

Íslenska golfkarlalandsliðið í tapaði úrslitaleiknum gegn Norðmönnum, en leikið var um  sæti  í efstu deild á Evrópumeistaramóti áhugamanna.

Leikið var á næstlengsta golfvelli Evrópu, golfvellinum í Póllandi.

Ísland tapaði fyrir Austurríki í gær 5-2.  Þar með var leikurinn við Noreg í dag hreinn úrslitaleikur um hvort Ísland yrði eitt af 3 liðum til að spila í efstu deild að ári liðnu. Noregur sigraði Ísland 4-3 grátlega naumt.

Og leikirnir voru allir svo jafnir!

Andri Þór Björnsson og Kristján Þór Einarsson unnu sína viðureign gegn þeim Aksel Olsen og Petter Mikalsen á 20. holu.

Rúnar Arnórsson vann Vetle Maroy 1&0 og Guðmundur Ágúst Kristjánsson vann Kristoffer Ventura 2&1.

Aðrir leikir íslenska karlalandsliðsins töpuðust með hársbreiddarmun, tveir á 21. holu!

Sjá má úrslitin í Evrópumeistaramóti áhugafélagliða (ens. European Amateur Team Championship) með því að

SMELLA HÉR: