Gísli í 2. sæti í höggleikshlutanum – piltalandsliðið tapaði f. Finnum á 3. degi
Í gær lauk höggleikshluta á EM 18 ára og yngri, sem fer fram á Pickala golfvellinum í Finnlandi.
Gísli Sveinbergs, GK, spilaði best af öllum í piltalandsliði Íslands, varð í 2. sæti í höggleikshlutanum á glæsilegum skori upp á samtals 9 undir pari, 135 höggum (68 67).
Henning Darri Þórðarson, GK spilaði einnig mjög vel; var á samanlögðu skori upp á 5 yfir pari og T-56.
Hlynur Bergsson, GKG var á samtals 10 yfir pari og varð T-83; Björn Óskar Guðjónsson GM lauk leik á samtals 12 yfir pari og varð T-91, Tumi Hrafn Kúld GA var á samtals 13 yfir pari og lauk keppni T-93 og Fannar Ingi Steingrímsson GHG, rak lestina á samtals 14 yfir pari og varð T-93.
Íslenska piltalandsliðið lauk leik í höggleikshlutanum í neðsta sæti T-15, ásamt Sviss á samtals 748 höggum og leikur því í B-riðli en 8 efstu þjóðirnar spila holukeppnishlutann í A-riðli og þær 8 neðstu í B-riðli. Efstir eftir höggleikshlutann í liðakeppninni urðu Englendingar á samtals 709 höggum.
Í B-riðli með Íslendingum leika piltalandslið Finnlands, Frakklands, Wales, Belgíu, Tékklands, Spánar og Sviss.
Í holukeppnishlutanum í morgun tapaði íslenska landsliðið síðan fyrir heimamönnum Finnum og einu Íslendingarnir, sem héldu jöfnu og unnu hálfan vinning fyrir Ísland voru Björn Óskar Guðjónsson GM og Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, í leik sínum gegn Finnunum Matias Honkala og Eetu Isometsa.
Finnska piltalandsliðið vann það íslenska með 4,5 vinningi gegn 0,5.
Til þess að sjá lokastöðuna í höggleikshluta EM 18 ára og yngri SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá stöðuna í holukeppnishlutanum á EM 18 ára og yngri SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
