Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2015 | 21:30

Ég gæti hafa orðið eins góður og Rory!

Það er ein golfgrein sem vakið hefir athygli í golffréttaheiminum í dag en það er grein Farayi Machamire hjá Daily News.

Um er að ræða viðtal Farayi við einn fremsta kylfing Afríkuríkisins Zimbabwe; Julius Kamalizeni.

Hér fer greinin í lauslegri þýðingu:

Julius Kamalizeni segir að hann gæti hafa orðið eins góður og nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy ef ekki hefði verið fyrir óskilvirkt golfkerfi Zimbabwe.

Hann blómstraði tiltölulega seint, en hinn 33 ára Kamalizeni var á allra vörum á 1. hring World Amateur Team Championships, þ.e. Eisenhower Trophy í Stellenbosch, Suður-Afríku fyrir 9 árum þ.e. 2006.

Kamalizeni, sem fæddist í Harare og er fyrrum kylfusveinn, var 3 undir pari, eftir 9 fyrstu holurnar og með ævintýralega fyrri 9 þar sem hann fór m.a. holu í höggi.

Fljótlega kepptust blaðamenn um athygli hans innan um allar stórstjörnurnar og aðra minni þekkta kylfinga þá, þ.á.m. hinn þá 17 ára Rory McIlroy.

Fullt af strákunum, sem nú eru að keppa á PGA Tour voru að keppa þarna,“ sagði Kamalizeni.

Ég man eftir því að vera 3 undir pari eftir fyrstu 9 holurnar. Á einum punkti var ég 4 undir og á toppi skortöflunnar gegn einhverjum bestu kylfingum heims.“

Ég held að allt umstangið hafi náð til mín.  Ég missti tvö högg. Leikur minn versnaði eftir því sem leið á hringinn. En ég stóð mig samt vel.

Kamalizeni var hluti af liði Zimbabwe, sem í voru Brian Gondo, Mairosi Katembenuka og fyrirliðinn var fyrrum borgarstjóri Harare, Muchadeyi Masunda.

Í lokinn varð liðið í 43. sæti í Stellenbosch.

Þessi logi sem skein svo skært lognaðist út af jafnskjótt og hann kviknaði þegar Kamalizeni gerðist atvinnumaður í golfi þetta sama ár.

Hann gat aldrei haft hugann við golfið því hann var of önnum kafinn að finna styrki til að fjármagna ferðir sínar allan feril sinn.

Til þess að fá kortið á Sólskinstúrnum (helstu mótaröð í Afríku) varð hann að taka þátt í a.m.k. 80% móta, en hann gat ekki fjármagnað ferðir á öll mótin.

Þetta var allt öðruvísi hjá undrabarninu McIlroy sem 9 árum síðar er nr. 1 á heimslistanum eftir að hafa sigrað í fjölda risamóta; en Kamalizeni náði aldrei þeim hæðum sem hæfileikar hans verðskulduðu.

Ég varð að lokum atvinnumaður en atvinnumótaröðin okkar hefir aldrei gefið okkur tækifæri að sýna okkar besta,“ sagði hann.

Þannig að þið sjáið að brautin sem við göngum eftir er ólík. Mín (braut) var grýtt en svo voru aðrir, sem voru svo heppnir að allt sem þeir þurftu að einbeita sér að var að spila golf meðan séð var um alla aðra hluti fyrir þá.

Ef ég hefði getað spilað með þann stuðning sem Rory hafði, af hverju ætti ég ekki að geta hafað verið þarna uppi með þeim bestu?“

Hjarta Kamalizeni er kramið þegar kemur að stöðu golfs í heimalandi hans (Zimbabwe).

Það kostar ekki mikið að hjálpa þessum ungmennum að ná langt en það er enginn sem býr til grunninn fyrir þá.“

Fyrir þá kylfinga sem eru að vaxa úr grasi er íþróttin fjölskylduíþrótt. Ef þeir hafa peningana til að borga fyrir mótin þá er það eina leiðin fyrir þá að ná langt.“

En fyrir þá sem hafa lítið milli handanna þá skolast hæfileikarnir niður með skólpinu. Það er sársaukafull stefna sem við höfum tekið.“

Nú er Kamalizeni 43 ára. Hann var áður uppnefndur „Shoes“ (skór) og hann ver í dag tíma sínum milli þess að spila golf og þjálfa ungmenni og vonar að kunnátta hans nýtist í þágu unglingastarfsins.

En golfmótahald í Zimbabwe er í molum. Það eru fá mót í boði og langt milli þeirra og ungmennin þurfa að nota eigin fjármuni til þess að komast á þau mót, sem veita þeim færi á að komast í landsliðið. Kamalizeni telur að virkilega eitthvað sérstakt þurfi fyrir kylfing úr fátækt að ná langt í golfíþróttinni í heimalandi hans.