Tiger allur að koma til
Frammistaða Tiger á Greenbriar nú um helgina sýnir að hann er ekki dauður úr öllum æðum enn.
Fyrst svolítil tölfræði:
Í fyrsta lagi: 71, 69 — 5
Í annan stað: 66, 69, 71, 67 — ?
Fyrsta talnarunann er höggafjöldi Tiger á fyrstu tveimur hringjunum á Greenbriar Classic árið 2012 þegar hann komst ekki einu sinni í gegnum niðurskurð og sú tala sem kemur þar á eftir er fjöldi móta sem Tiger sigraði eftir Greenbriar það árið.
Seinni talnarunan er höggafjöldi Tiger á Greenbriar Classic 2015 og á eftir kemur, ja spurningarmerki. Það er skrifað í skýin á þessari stundu hversu mörg mót honum tekst að vinna það sem eftir er ársins.
Tiger spilaði vel í síðustu viku hann hitti 65% brauta og í næstum 80% tilfella hitti hann flatir á tilskyldum höggafjölda. Á þessu Greenbriar Classic var hann með fyrsta skollalausa hring sinn frá árinu 2013. Hann var í stuði og það var gaman að sjá hann nokkurn veginn í formi aftur.
Einhvers staðar inn í þessum Tiger lúrir kylfingur sem er enn góður.
„Ég spilaði virkilega vel í dag,“ sagði Tiger eftir að hann var á skollalausum 67 höggum á sunnudaginn s.l. „Ég sló boltann betur en ég hef gert í langan, langan, langan tíma. Ég var með fulla stjórn á öllum kylfum.“
Það er auðvelt að hrífast með á stundum sem þessum en sveiflurnar eru samt enn of stórar hjá honum; þegar hann brýtur 70 segja allir að hann eigi enn eftir að sigra í 10 risamótum þegar hann er að spila á 80 þá segja allir að líklega ætti hann bara að fara að hætta þessu.
„Fólk vill alltaf fá skjótar meðferðir sem lækna það sem að er í leiknum og fara út á völl næsta dag og spila golf, en þannig gerist það bara ekki,“ segir Tiger. „Þetta tekur tíma. Það tekur tíma að byggja upp leik. Ég er ánægður með það sem ég hef getað gert og þess vegna er ég í þessari stöðu nú.„
„Mér fannst ég hafa tekið risaskref á Memorial, jafnvel þó ég hafi verið með hátt skor en munstrið er komið í lag núna það þurfti bara að fínerisera hlutina,“ sagði Tiger. „Ég var spenntur fyrir Memorial jafnvel þó skorið hafi verið hátt, en í grunninn gekk þetta upp þannig að nú er ég hér í þessari stöðu og mjög spenntur fyrir því.“
Maður skilur Tiger stundum ekki – en það sem hann virðist hafa verið að segja sl. helgi er að hann sé allur að koma til. Og þá er Opna breska framundan og spennan hvað hann gerir þar?
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
