Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2015 | 18:00

Hver er kylfingurinn: Danny Lee? (1/4)

Danny Lee frá Nýja-Sjálandi sigraði í gær, 4. júlí 2015 á Greenbriar Classic mótinu.

Danny Jin-Myung Lee fæddist 24. júlí 1990 og er því 24 ára.  Hann er frá  Rotorua, á Nýja-Sjálandi. New Zealand. Lee  fæddist í Suður-Kóreu og fluttist til Nýja-Sjálands 8 ára. Nafn hans á Hangul (kóreönsku er skrifað: 이진명.) Hann fékk nýsjálenskan ríkisborgararétt  2. september 2008 á Rotorua, þar sem hann var í Rotorua Boys’ High School.

Áhugamannsferill
Lee varð sá yngsti til þess að sigra á U.S. Amateur Championship í ágúst 2008, þá 18 ára og 1 mánaða og 6 mánuðum yngri en þegar  Tiger Woods vann 1994. Aldursmet hans var bætt ári síðar af hinum 17 ára An Byeong-hun. Lee varð nr. 1 á áhugamannaheimslistanum þann 20. ágúst 2008 og var nr. 1 þar til hann gerðist atvinnumaður 1. apríl 2009.  Hann fékk  Mark H. McCormack viðurkenninguna 27. ágúst 2008.

Í október var hann í lið Nýja-Sjálands í Eisenhower Trophy í Adelaide, Ástralíu.  Hann var á 11 yfir pari, 84 höggum á lokahringnum og varð T-37 í einstaklingskeppninni.  Lið Nýja-Sjálands var hins vegar T-11.

Í febrúar 2009, vann Lee Johnnie Walker Classi mótið í  Perth, Ástralíu, en það er mót sem er samstarfsverkenfi Evróputúrsins, Asíutúrsins og Ástralasíutúrsins. Hann var sá yngsti til þess að sigra á Evrópumótaröðinni og sló þar með met Dale Hayes og var 2. áhugamaðurinn til að sigra á eftir Pablo Martin. Með sigrinum komst hann í 159. sætið á heimslistananum.

Lee tók í fyrsta skipti þátt í risamóti 2009 en það var Masters mótið þar sem fyrri hringur hans upp á 2 yfir pari, 74 högg kom honum í þá stöðun að komast hugsanlega gegnum niðurskurð. Á seinni hringnum fékk hann örn á par-5 8. holuna og spilaði fyrri 9 á Augusta á 34 en hræðilegt sex-pútt og fimmfaldur skolli á 10. kom honum í 5 yfir par og þar með náði hann ekki niðurskurði og lauk keppni 11 yfir pari.