Piltalandsliðið hefur leik á morgun í Finnlandi
Piltalandsliðið í golfi hefur leik á morgun á Evrópumeistaramótinu sem fram fer á Pickala Park Course golfvellinum í Finnlandi. Völlurinn er skógarvöllur, 6651 metri að lengd. Mótið fer fram 7.-11. júlí.
Alls eru 16 þjóðir með keppnisrétt, en eftir 36 holu höggleik leika átta efstu í A riðli og 8 þjóðir í B riðli. Þar eftir verður leikin holukeppni, þjóð gegn þjóð.
Í A riðli eru leiknar tvær umferðir á dag, fjórir fjórmenningar fyrir hádegi og fimm tvímenningar eftir hádegi. Í B riðli er leikin ein umferð daglega, einn fjórmenningur og fjórir tvímenningar. Þrettán efstu þjóðirnar tryggja sér þátttökurétt í mótinu á næsta ári, en þrjár neðstu þurfa að fara í 2. deild og leika í undankeppni til að komast aftur upp.
U18 piltalandsliðið er þannig skipað:
Fannar Ingi Steingrímsson (GHG), Gísli Sveinbergsson (GK), Björn Óskar Guðjónsson (GM), Henning Darri Þórðarson (GK), Tumi Hrafn Kúld (GA), Hlynur Bergsson (GKG). Þjálfari: Úlfar Jónsson. Liðsstjóri: Ragnar Ólafsson.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
