Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2015 | 21:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur lauk leik T-55 á Hartl í Þýskalandi

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tók þátt á AEGEAN Airlines Challenge Tour, móti á Áskorendamótaröð Evópu, sem lauk í dag, 5. júlí 2015

Birgir Leifur lék á samtals á 3 undir pari (74 68 70 75) og lauk leik T-55.

Lokahringur Birgis Leifs upp á 4 yfir pari, gerði út um leikinn í dag; sérstaklega einn þrefaldur skolli á par-4 5. holunni og skrambi sem Birgir Leifur fékk á hringnum á 9 holu.  Annars fékk Birgir Leifur 3 fugla og 2 skolla.

Sigurvegari í mótinu varð Ricardo Gouveia frá Portúgal á samtals 15 undir pari og átti hann nokkuð (4 högga) forskot á þann sem næstur kom, Dean Burmester frá S-Afríku, sem búinn var að leiða mestallt mótið en lauk leik 11 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á AEGAEN Airlines Challenge Tour SMELLIÐ HÉR: