Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2015 | 14:00

Töluðu þær um golf?

Lindsey Vonn fyrrum kærasta Tiger fór til London til þess að horfa á tennisleik, þar sem fyrrum kærasta nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy,  Caroline Wozniacki fór á kostum.

Hún vann leik sinn í Wimbledon, en Wozniacki er nú 5. besta tenniskona heims.

Eftir leikinn hittust þessar fyrrum kærustur stórkylfinganna og spjölluðu saman nokkurn tímann.

Golffjölmiðlar veltu m.a. fyrir sér hvort þær hefðu verið að tala um golf?  Er það nú líklegt?

Lindsey setti síðan eftirfarandi skilaboð á Twitter:

So fun watching @carowozniacki crush it today!! #strongchick #girlpower’.

(Lausleg þýðing: svo gaman að horfa á  @carowozniacki  sigra í dag! Sterk stúlka – kvennkraftur!“)