Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2015 | 23:00

PGA: Jason Bohn á 61 og er T-1 m/3 öðrum f. lokahring Greenbriar Classic

Jason Bohn var á glæsilegu 61 höggi á 3. hring Greenbriar Classic og deilir því forystu með þeim: SJ Park frá S-Kóreu, Sean O´Hair frá Bandaríkjunum og Brice Molder.

Allir hafa forystufjórmenningarnir leikið á samtals 11 undir pari, hver.

Á 61-hringnum glæsilega í dag fékk Bohn 10 fugla og 1 skolla, en TPC White Sulphur er par-70.

Bohn er e.t.v. ekki þekktasti kylfingur PGA Tour en sjá má eldri kynningu Golf 1 á honum frá 2012 með því að SMELLA HÉR: 

Tiger Woods er T-47 á 4 undir pari og ekki líklegur til stórræðnanna lokahringinn, búinn að spila á 206 höggum (66 69 71).

Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti fyrir lokahringinn á Greenbriar Classic SMELLIÐ HÉR: