Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2015 | 00:30

Evróputúrinn: Van Zyl efstur í París f. lokahringinn

Það er Jaco Van Zyl frá Suður-Afríku sem er efstur fyrir lokahringinn á Alstom Open de France á Le Golf National golfvellinum í París.

Van Zyl er búinn að spila á samtals 10 undir pari, 203 höggum (68 71 64).

Tveimur höggum á eftir Van Zyl er þýski kylfingurinn Maximilian Kiefer á samtals 8 undir pari.

Í þriðja sæti er síðan Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger á samtals 7 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Alstom Open de France SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Alstom Open de France SMELLIÐ HÉR: