Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2015 | 19:30

LET Access: Valdís á glæsilegum 68!!!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL eru við keppni á móti vikunnar á LET Access í Svíþjóð.

Mótið heitir Borås Ladies Open og fer fram í Borås golfklúbbnum í Svíþjóð. Það stendur dagana 3.-5. júlí 2015.

Þátttakendur eru 113.

Valdís Þóra átti stórglæsilegan hring upp á 4 undir pari, 68 högg!!! Samtals er hún búin að leika á 5 yfir pari, 149 höggum (81 68) og er T-25 og komst þar með í gegnum niðurskurð

Ólafía Þórunn átti annan hring upp á 5 yfir par þ.e. 77 högg – lék á samtals 10 yfir pari 154 höggum (77 77) og munaði aðeins 1 höggi að hún næði gegnum niðurskurð.

Fylgjast má með stöðunni hjá Valdísi á morgun sem spilar lokahringinn með því að SMELLA HÉR: