Adda Guðjónsdóttir og Adam Scott
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2015 | 21:00

Adda hitti Adam, Rickie, Rory og Sergio í Miami

Hún Adda Guðjónsdóttir, barnabarnið hans Sverris Kolbeinssonar, í GR og GVS, býr í Miami.

Hún er að sögn oft á Trump Doral golfvellinum og hittir þar einhverjar frægustu stjörnur PGA Tour.

Það eru eflaust fáir hér á landi sem eiga jafnmargar myndir af sér og frægustu kylfingum heims og hún Adda.

Meðfylgjandi eru m.a. myndir af Öddu með nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy.

Adda og nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy

Adda og nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy

Þá má hér að neðan sjá mynd af Öddu og öðru barnabarni Sverris, Kristínu Ósk með Sergio Garcia.

Adda, Sergio Garcia og Kristín Ósk. Mynd: Sverrir Kolbeinsson

Adda, Sergio Garcia og Kristín Ósk. Mynd: Sverrir Kolbeinsson

Eins hefur Adda hitt þá  Adam Scott og Rickie Fowler og eflaust öfunda hana margir kylfingar hér á landi af því.

Margir sem hefðu viljað vera í sporum Öddu þarna með Rickie Fowler!

Margir sem hefðu viljað vera í sporum Öddu þarna með Rickie Fowler!